<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, september 28, 2003

Jæja, það er nú aldeilis gaman að þessu. Núna er 25% af dvöl okkar hér í Danmörku lokið. Eitthvað hefur verið lítið bloggað hérna að undanförnu. Þetta er að verða eins konar sunnudagsblogg. En hvað hefur eiginlega gerst á þessum tíma sem ekkert hefur verið skrifað og hvað hefur drifið á daga okkar Nesa hérna í Danmörku? Ég ætla að eyða nokkrum línum í að segja frá því.

Síðasta vika var fljót að líða og gekk sinn vanagang. Við máluðum út í garði og horfðum á verstu stuttmynd sem ég hef á ævinni séð. Þetta var dönsk stuttmynd um bónda sem talaði óskiljanlega dönsku, svokallaða jótlensku eða eitthvað. Þetta var lengstu 20-30 mínútur ævi minnar. Þvílíkur andskoti sem þetta var. Já, það er ekki bara tekið út með sældinni að vera í lýðháskóla í Danmörku!

Síðan kom helgin og þá fór að draga til tíðinda. Á föstudaginn ákváðum við að taka því bara rólega og skella okkur til Kaupmannahafnar. Við röltum um Strikið og litum í búðir en keyptum reyndar ekki mikið, nema þá einhverja geisladiska og DVD myndir. Það var margt um manninn á Strikinu og annað slagið mátti heyra íslensku talaða og rákumst við meira að segja á körfuboltalið KR en þeir voru að spila á móti í Kaupmannahöfn. Já Íslendingar eru út um allt. Þegar að verslanirnar lokuðu settumst ég og Nesi inn á pizza stað og fengum okkur að éta. Eftir það lá leiðin í kvikmyndahús. Myndin sem varð fyrir valinu heitir Spun og er leikstýrð af Jonas Åkerlund sem gerði m.a. myndbandið við Smack My Bitch Up með Prodigy. Þetta er mynd sem fjallar um líf nokkurra speed dópista í Los Angeles. Þetta var aldeilis fín kvikmynd og er óhætt að mæla með henni. Eftir bíóið snérum við svo heim. Laugardagurinn var tekinn snemma vegna þess að það var búið að skipuleggja ferð til Kaupmannahafnar að þessu sinni með öllum skólanum. Hápunktur þeirra ferðar var heimsókn til himnaríkis, þ.e. Carlsberg verksmiðjuna/safnið. Maður var fljótur að fara í gegnum safnið því að á endanum beið manns ískaldur Carlsberg bjór af krananum. Það sem var svoldið svekkjandi að manni var bara skammtaðir tveir bjórar. Sumir gengu á milli manna til að fá miðanna þeirra og gekk það nokkuð vel hjá sumum. Eftir það fóru allir voða hressir heim. Þetta var gaman.

Um kvöldið var svo partý og Danir geta greinilega ekki haldið partý nema að það sé eitthvað þema. Að þessu sinni var þemað nokkuð slæmt en það var "áramót". Fyrir partýið fórum við út í búð og keyptum Vodka, Kahlua, rjóma ásamt 12 bjórum á mann. Það átti að taka á því. Nesi var með hristarann með sér. Það var sko drukkið! Þar sem þemað var áramótin var allt gert til þess að gera kvöldið sem líkast áramótunum. Klukkan tólf var hringt á bjöllu sem er hérna í skólanum (minnir á bjölluna í Versló), síðan var sungið "Nú árið er liðið" á dönsku. Frekar spassalegt en skemmtilegt. Þegar því var lokið var skotið upp nokkrum flugeldum og drukkið meira áfengi. Þegar partýinu lauk um 5 leytið eða eitthvað svoleiðis þá var maður gjörsamlega búinn. Þetta var algjör snilld. Ég er farinn að hlakka til áramótanna. Það var reyndar ekkert sérstaklega gott vakna í dag. Nokkur þynnka en hún hvarf um leið og maður búinn háma í sig pizzu og drekka kók á lókal pizzustaðnum hérna. Á pizzastaðnum voru nokkrar stelpur úr skólanum og það fyrsta sem þær sögðu voru: "You were so drunk last night!" og hlógu. Það er satt, maður tók allhressilega á því í gærkvöldi. Ég vil nú ekki meina að ég hafi verið fullastur á svæðinu. Það var nú t.d. strákur sem skipti um föt í miðju partýi og mætti í kjól. það voru allir vel drukknir. Núna í kvöld hefur maður bara setið og horft á DVD. Hversu mikil snilld er The Big Lebowski?! Það eru bara töffarar sem drekka White Russian.

Framundan er bara meira áhyggjulaust líf þar sem lífið snýst ekki um að ná prófum eða læra heima. Nei krakkar mínir lífið er bara nokkuð nett. Eftir tvær vikur er það Hamburg og þrjár vikur er það Tékkland. Er hægt að hafa það betra?

En það er fátt annað sem ég hef að segja. En ég vil taka það fram að ég er ekki að verða einhver alki ef þið haldið það. Einnig vil ég afsaka lengdina á þessu bloggi.

Leiter!

sunnudagur, september 21, 2003

Tívolí-ferð í Köben 

Já, við fórum s.s. í gær með 5 íslenskum stelpum í Tívolí í Köben og höfðum gaman af. Við tókum strætó ca. 18 að lestarstöðinni í Hillerød og þaðan lest til Köben. Á aðallestarstöðinni skelltum við okkur á McDonald's sem ég hef ekki smakkað í svona mánuð - mjög gott það. Við keyptum okkur svona Tur-Pas sem gefur okkur ótakmarkaðan aðgang að öllum tækjunum. Það var farið í ýmis skemmtileg tæki, svosum "Töfrateppið / Monsunen (4G)", gamla rússíbanann og tæki sem Bjössi kýs að kalla "málningahristarann".
Síðan fór ég og 2 stelpur í "Det gyldne Tårn" þar sem maður er togaður upp 63 metra og síðan bombað niður - sem er allsvakalegt tæki, en geðveik stemmning - þar upplifir maður -1G sem gerist ekki á hverjum degi : )


Síðan gleymdi ég að nefna í síðasta bloggi að síðasta fimmtudag var sýnt "leikrit" í leikfimissalnum hérna. Þetta var í raun gjörningur hjá geðveikum Svía og danska "lífsfélaga" hans. Daninn sá um músíkina á meðan Svíinn hoppaði um sviðið öskrandi á sænsku um það hvernig hann vildi sýna þetta "leikrit" - hann hoppaði um í ca. hálftíma og endaði á að grenja í 5 mín. og kveikja í danska fánanum. Jebb... maður glápti á þetta og var ekki alveg að fatta hvað var í gangi, en maður gat stundum hlegið að sænskunni... margt er nú kallað list.

Annars man ég nú ekki eftir neinu öðru marktæku í bili, nema það að það er mikið skordýralíf hérna í Hillerød - bærinn er stútfullur af kóngulóm og vefjum þeirra, þeir hreinlega þekja öll horn, jafnvel búðargluggar eru ekki látnir í friði. Síðan höfum við Bjössi fengið ýmis skordýr í heimsókn í herbergið okkar ; ýmsar tegundir af kóngulóm, flugum og dýr sem við höfum aldrei séð áður.

Jamm... það er byrjað að hausta, búið að vera nokkuð hvasst í dag og smá skúrir - farið að minna smá á Ísland. En hvernig er veðrið á Íslandi, maður er að lesa um óveðurviðvörun..?

Magnað, 3 vikur liðnar - aðeins 13 eftir...
- við erum búnir að panta miða með IcelandAir, kostaði "aðeins" 20.000 kr. og komum við heim 20. desember kl. 15:30

laugardagur, september 20, 2003

Púff... ég er ekki búinn að blogga í 6 daga - þetta gengur bara engan veginn ; )
Jæja, ég skal reyna að vera duglegri í framtíðinni.

Hvað er nú búið að gerast... maður er nú bara búinn að vera skemmta sér í þessum fögum: Horfa á skemmtilegar bíómyndir eins og Taxi Driver, etc.. - Mála fallegar myndir - Ég að leirast í keramik og Bjössi að spekúlera í alþjóðlegum stjórnmálum & síðan er maður að læra að heilaþvo fólk.
Bara búið að vera nokkuð góð vika, mjög gott veður - maður er bara að taka því rólega, úti að mála tré í sólinni og drekka te : )

Síðan var fest í gær og það lítur út fyrir að Danirnir geta varla drukkið áfengi án þess að það sé eitthvað þema - og það sem varð fyrir valinu var: Svíþjóð. Allir áttu s.s. að klæðast einhverju sænsku. Þar sem ég á ekkert sænskt outfit og er ekki ljóshærður ákvað ég bara að klæðast H&M fötum og vera "Hannes & Maurtiz".
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Bjössa tókst honum ekki að spila "Mess it up" þar sem diskurinn var illa rispaður - en fólk var samt alveg að fíla þann hluta sem náðist að spila.

Jamm... síðan verður líklega eitthvað drukkið í kvöld, en það er ekkert þema planað.

Status | Fuck it, nenni ekki að spá í þennan ofn, það er mjög gott veður (19°C) en það getur orðið frekar kalt á morgnanna.

mánudagur, september 15, 2003

hahahahahahahahhahaha!!!! ég missti tannburstann hans Nesa ofan í klósettið um daginn. Svona lagað gerist þegar klósettið er ca. 10 cm frá vaskinum. Mér fannst þetta mjög fyndið, en það versta var að ég þurfti að veiða hann upp úr skálinni. Það var æðislega skemmtilegt. Mér fannst ég þurfa að segja ykkur þetta.

Styðjum ölvun, gefum Nesa Tequila!
(jæja núna verður Nesi fúll)

sunnudagur, september 14, 2003

Marg-endur-nýttur matur! 

Hvað er málið með að láta okkur éta sama matinn aftur og aftur og aftur!!! Fyrstu dagana hérna fór maður að taka eftir að það kom ekki sjaldan fyrir að kvöldmaturinn kæmi sem hádegismatur daginn eftir - það er svosum skiljanlegt, skólinn þarf að spara, nýta matinn, bla, bla, bla... en Come On! Er ekki of mikið að láta mann éta sama áleggið, pastaið, kjúklinginn, hakkið... dag eftir dag?!? Síðan nota þau ýmis trikk til að fela matinn - kominn í annað form, kannski búið að choppa kjötbollurnar niður svo maður þekki þær ekki strax, búið að vefja thai-kjúklingnum í einhverjar pönnukökur, o.s.frv... möguleikarnir eru endalausir.

Þetta er sérstaklega vont um helgar þegar eldhúskellingarnar eru ekki við. Núna vorum við Bjössi t.d. að koma úr matnum þar sem var boðið upp á pissvolgann kjúkling síðan á fimmtudaginn, vikugamalt pasta sem er búið að hita upp alltof oft og er orðið glerhart og venjulega áleggið sem er búið að vera hérna síðan við komum.
Ég mæli með uppreisn!

Viva le revolution!

Jæja, Bjössi er búinn að flýja í bloggið sitt þar sem hann heldur áfram að skerða mannorð mitt - eins og ávalt eru þetta allt ýkjur og lygar!

Já, fólk hefur verið duglegt við að nöldra yfir því að við séum ekki að taka neinn pakka á þetta, við séum nú í Danmörku, bla, bla... þannig að ykkur finnst kannski gott að vita að það var tekinn ágætur pakki síðustu helgi, en þessa helgi var tekið enn betur á því. Vissulega er ýmislegt sem fylgir því að taka svona pakka og er það bara eðlilegt ;-) Það þýðir ekkert að sitja bara í sófanum og sötra bjór... um að gera að gera eitthvað - svona Neza-leiðin : )

2 vikur liðnar, aðeins 14 eftir...

Status | Skiptir svosum ekki máli - en það er ennþá enginn hiti á ofninum.

fimmtudagur, september 11, 2003

Bjössi ákvað að tjá sig aðeins um gang mála og þar sem mér finnst þetta eiginlega tilheyra þessu bloggi líka bið ég fólk um að lesa nýjasta bloggið hans Bjössa um áframhaldandi útlendingahatur og fordóma >> Lesið!
- hann kemur líka með íþrótta-innskot, en Bjössi mun s.s. í framtíðinni sjá um íþróttahorn þessa bloggs.

Status: Það er rosalega gott veður úti - sól og blíða, heiðskýrt og fínn hiti (pottþétt kringum 20°C)... en samt enginn hiti á ofninum...

miðvikudagur, september 10, 2003

Útlendingahatur o.fl.... 

Já, við Bjössi höfum kynnst útlendingahatri - the hard way. Í gær ætluðum við nefninlega að leigja DVD í Blockbuster hérna í Hillerød - sem er svona hálftíma labb frá skólanum. Við vorum þarna í Blockbuster í dágóðan tíma að finna mynd, síðan þegar við vorum búnir að finna mynd fórum við að afgreiðsluborðinu en þá vildi lúðinn sem var að afgreiða fá eitthvað "sygesikringskort". Ég útskýrði fyrir honum að þar sem ég er frá Íslandi er ég ekki með neitt slíkt. Þá vildi hann bara hreinlega ekkert leigja okkur myndina! Hann var bara hreint ekki hjálpsamlegur og gat ekkert beygt reglurnar - hann neitaði að leigja okkur mynd án "heimilisfangs-ábyrgðar". Jæja, við s.s. búnir að eyða svona klukkutíma í þetta rugl og vorum í hálftíma fjarlægð frá skólanum... ekki sáttir gaurar!

Við vorum búnir að labba smá í átt að skólanum þegar ég neitaði að hafa eytt alltof löngum tíma í svona crap - það hlaut að vera eitthvað sem við gátum gert þarna í bænum. Klukkan var 20:30 þannig að við ákváðum bara að fara í bíó - það var reyndar í svona 15-20 mín. fjarlægð, en við vorum nokkuð vissir um að það væri einhver sýning 20:45 eða 21:15.
Við vorum mættir í BioCity 20:43, nokkuð gott - þeir voru einmitt að sýna The Italian Job sem byrjaði 20:45 :-)

The Italian Job var bara nokkuð góð, fín spenna, nokkuð gott handrit, fínir karakterar, góð tónlist og þótt að Charlize Theron sé engin Angelina Jolie þá er ekki slæmt að sjá hana bruna um í Mini Cooper : ) = ***/4

Ég vil líka nota tækifærið og bjóða Bjössa velkominn aftur og ég vona að hann verði virkur í hinu víðfræga bloggi "2 í DK" : )

Status: Þið trúið því kannski ekki, en það er ennþá ekki kominn hiti á ofninn inni hjá okkur! Það er reyndar búið að vera ágætt veður síðustu daga, fínn hiti... nema í dag - það er búið að rigna bókstaflega í ALLAN DAG!
Við þurfum að tala við einn af "pedellunum" - annað hvort þann tattúveraða sem er alltaf að snyrta blómin og gróðurinn eða hinn sem sést einstaka sinnum.

þriðjudagur, september 09, 2003

Nýr maður, nýir tímar - stórsigur er í höfn 

Nesi er hræddur um að ég gefi bara skít í þetta blogg og nenni ekki að taka þátt í þessu. En það er sko aldeilis ekki þannig og það er þess vegna sem ég, Björn Jónsson, ætla að skrifa nokkrar línur. Í gær þvoðum við þvott!!! Það gekk alveg eins og í sögu. Þvotturinn minn kom út alveg ágætlega út. Ég er alveg rosalega stoltur í dag. Mér finnst ég hafa sigrast á sjálfum mér. Þetta er eins og að hafa klifið Mount Everest. Í dag er ég nýr maður, ég hef þvegið þvott.
Einnig horfðum við að video með íslenskum stelpunum og einhverjum fleirum. Myndin sem varð fyrir valinu var surfing myndin Blue Crush. Hannesi fannst hún ágæt en ekki mér. Mér fannst hún asnaleg, en það verður að taka það með í reikning að meirihlutinn í sjónvarpsherberginu reyktu. Þrátt fyrir mikinn sígarettureyk í herberginu var myndin asnaleg. Ég hef svo sem ekkert meira merkilegt að segja.

Stay black!!

sunnudagur, september 07, 2003

Síðustu 3 dagar... 

-- varúð, langt blogg framundan! ; )

Aaahhhh... við vorum að koma frá bensí­nstöðinni þar sem það er eina pleisið sem er opið á sunnudögum - við urðum að kaupa okkur "læskedrik" eftir erfiða vinnu í­ eldhúsinu. Ég ákvað að testa nýjan drikk frá Coca-Cola: SanSão, sem minnir mig á epla-cider. Í dag var s.s. okkar dagur í­ eldhúsinu og þurftum að gera allt tilbúið fyrir brunch og kvöldmatinn + vaska upp. Í raun áttu að vera 4 gaurar í­ þessu en það var bara ég og Bjössi sem mættum. Við urðum því­ að púla einir fyrir og eftir brunchið. Sí­ðan fyrir kvöldmatinn ætluðum við bara að láta hina gaurana sjá um þetta, en nei... bara 1 af gaurunum var á staðnum - hinn hafði beilað til Köben eða eitthvað. Þannig að við Bjössi vorum neiddir til að hjálpa til - ca. hálftí­mi fyrir matinn og 2+ klst. í­ uppvaskið!
Já, annars erum við ekki búnir að gera margt annað í­ dag - bara búnir að sofa á milli eldhúsverka ; )

OK, hvað er búið að gerast sí­ðan við blogguðum sí­ðast...
Á föstudaginn fórum við í­ ferð í­ "Frederiksborg Slot" sem er s.s. kastalinn hérna í­ Hillerød. Þetta var nokkuð flottur kastali, það voru málverk út um allt, þöktu nánast alla veggi og öll loft! Sí­ðan eftir það fórum við aðeins að tékka á búðunum í­ Hillerød og fundum frekar stóra verslunarmiðstöð sem er nánast bara byggð inn í­ miðjan bæinn - milli annarra húsa og undir götur... tékkuðum þar á nokkrum búðum og ég keypti 2 belti í­ H&M, það var reyndar eitthvað bögg með Visa-kortið, posinn vildi bara ekki taka á móti því­ - þannig að það þurfti að strauja það manually.

Sí­ðan seinna um kvöldið ákváðum við að fara í­ bí­ó - Bjössi hafði fundið hvar aðal bí­óið í­ Hillerød væri og við vorum að velja á milli Tomb Raider 2 og The Italian Job. Við völdum The Italian Job sem var sýnd 20:45. Þar sem strætóinn gengur bara á klukkutí­ma fresti á kvöldinn ákváðum við bara að rölta þetta - ekki það langt í­ miðbæinn (ég er reyndar ónýtur í­ fótunum og búinn að vera það sí­ðustu daga, en fuck it..). Þegar við vorum komnir í­ miðbæinn fórum við að leita að þessari götu sem Bjössi hafði séð á korti - það var ekki alveg að ganga. Bjössi hafði gleymt kortinu heima þannig að við voru nokkurn veginn villtir : ( Við gengum um bæinn í­ nokkurn tí­ma og Bjössi var alveg búinn að gleyma hvar hann hafði séð bí­óið á kortinu - fucked up staða. Jæja, klukkan orðin 20:45 en það var ennþá séns - við gátum náð 21:15 sýningunni á Tomb Raider 2. Ég fór þá inn í­ þessa verslunarmiðstöð og spurði einhvern öryggisvörð, en hann gat voða lí­tið hjálpað okkur, bjó s.s. ekki í­ Hillerød - hann sagði bara svona "ca. þarna...". OK, flott - við höldum þá bara áfram að labba. Sí­ðan komum við að einhverju torgi og þar var sem betur fer kort af bænum. Við fundum götuna á kortinu og héldum áfram göngu okkar. Loksins fundum við bí­óið, BioCity, svona rúmlega 21. Þetta reddaðist, þótt við fórum kannski ekki alveg á myndina sem við ætluðum - ekki alveg sáttur við Bjössa. Næst ætla ég að athuga kortið vel og taka það jafnvel með ; )

Tomb Raider 2 var ágæt, flott action-atriði og sí­ðan er aldrei slæmt að glápa á Angelinu Jolie í­ þröngum og/eða fáum fötum = 2.5/4

Já, síðan eitt við þess ferð - við vitum núna hvar aðal-underground klúbburinn er. Hann er s.s. við hliðina á bíóinu í einhverri gamalli verksmiðju þar sem er búið að negla fyrir alla glugga... en síðan hljómar bara dúndrandi hnakka-tónlist þaðan.

Í gær var fyrsta partýið hérna og það þurfti endilega að vera eitthvað þema. Anne-Mette (sem er yfir mongó-liðstjórinn) ákvað að hafa þemaið: "Kærlighed" og þurfti maður að skrá sig í­ eitthvað workshop þar sem maður átti að skreita eitthvað herbergi eða því­umlí­kt + hver "ganggruppe" átti að hafa eitt atriði, skemmtun... Við enduðum í­ að vera klippa út rauð hjörtu ca. allan daginn.
Sí­ðan var voða fí­nn matur um kvöldið og mikið húllumhæj. Það var búið að panta hljómsveit sem kallar sig Fløjl og hélt hún uppi "dansstemmningu" - kannski ekki alveg, þetta var meira svona dönsk country lög... Já, það var mikið drukkið - Danirnir kunna þetta og flestir komnir í­ ruglið ca. 23:00 - ekki alveg það sem maður er vanur heima á Íslandi. Það voru einhver einka-herbergispartý, beyglur að bitch-slappa gaura hægri vinstri... og sí­ðan ákváðu sumir að skella sér í­ miðbæinn á "Kafé Hoe" sem er ví­st eini "almennilegi" skemmtistaðurinn í­ Hillerød. Við entumst ekki lengi þar og fóru nokkri bara að fá sér pizzu og sí­ðan heim.


Já, Bjössi er s.s. búinn að beila á þessu bloggi - farinn í­ sitt eigið og byrjaður að baktala mig. Ekki trúa einu orði sem hann skrifar! Þetta er allt lygar og ýkjur!

Bjössi - plí­s komdu aftur, ekki skilja mig einan eftir hérna!

Já, fyrsta vikan s.s. búin - aðeins 15 vikur eftir!

Status: Það er ennþá enginn hiti á ofnunum, en þetta er búið að vera bærilegt síðustu daga þar sem það er búið að vera ágætt veður og líka þar sem við vöknum mun seinna um helgar.

P.S. Umm... já, ég geri mér klárlega ráð fyrir að þetta blogg er "svolí­tið" langt. Ef þið eruð ekki að fí­la svona löng blogg - tjáið ykkur þá í­ "Shout Out".

fimmtudagur, september 04, 2003

Jahá... það er ýmislegt sem var ekki auglýst í sambandi við þennan stað - t.d. eigum við að vinna fyrir matnum okkar c",)
Nei, ok, ekki alveg - en fólkinu er s.s. skipt í nokkrar grúppur og hver grúppa sér um ákveðna staði sem á að hreinsa til tvisvar í viku. Síðan á hópurinn líka að sjá um að leggja á borð, hreinsa til, vaska upp... eina viku í senn, svona á 5 vikna fresti. Við Bjössi og einn annar strákur, Morten, áttum daginn í dag. En þar sem það var "heldagstur til Nord-Sjælland" í dag þá sluppum við með hádegið - en þurftum að redda kvöldmatnum. Þetta var svosum allt í lagi, nema að Morten var ekkert að sýna sig þegar við vorum að bera á borð... þegar kom að uppvaskinu fór ég að leita að honum og dró hann inn í eldhúsið þar sem hann iðraðist og hóf til við að hjálpa okkur.
Já, líka eitt sem var ekki beint auglýst: söngurinn! Það er sungið dag og kvölds! Það er alltaf "Morgensang" kl. 8:45 og síðan ef við erum heppnir þá er líka sungið við "Aftenkaffe" - síðan er voða sjaldan sem verið er að syngja sömu lögin þannig að maður nær ekkert að læra þessi lög - síðan er líka sungið á norsku sem er ennþá erfiðara að fylgjast með! ; )

En s.s. um þennan "heldagstur" - það var nú meira helv... tilgangslausa ruglið! Við áttum s.s. að fara til Gilleleje að skoða eitthvað voða merkilegt (hljómaði þannig alla vegna). Af einhverju ástæðum vildu kennararnir ekki taka lestina alla leið, þótt það væri alveg hægt, heldur fara úr svona 10 km. áður og labba! Shiiiit maður - við löbbuðum í 2 og hálfan klukkutíma!!! ...og það versta við þetta var að það var ekkert spennandi að sjá! Alltaf sama draslið - akrar, hús, tré... - maður hefði nú haldið að fyrst að þau vildu endilega labba þessa leið að það væri eitthvað spennandi að sjá!?!
Þegar við komum síðan á áfangastað var þetta bara drullug strönd og verksmiðjur... og síðan var haldið áfram að labba! Stoppuðum síðan og átum nesti... síðan voru sumir sem hoppuðu í kaldan sjóinn en við ætluðum ekki alveg að drepa okkur, nú þegar með hálsbólgu, kvef, hósta, hita, hausverk....
Síðan var bara labbað til baka á höfnina þar sem beið okkar rúta.
+ ég kom heim sólbrenndur!

OK, þetta blogg er orðið svolítið neikvætt... ; )
Það er nú fullt af skemmtilegum hlutum að gerast hérna, það kom t.d. skemmtilegt jazz-tríó í kvöld og hélt uppi stemmningu með töff músík - gott tjill með te í annarri og köku í hinni : )


Status: Ennþá enginn hiti!
  -- þótt við séum búnir að tala við pedellinn og hann sagðist hafa tékkað eitthvað á ofninum. Við Bjössi erum með smá samsæriskenningu um að þeir séu bara að testa hversu lengi við meikum þetta... þetta er nefninlega svona í mörgum öðrum herbergjum : (

miðvikudagur, september 03, 2003

Já, gleymdi aðeins... ég fór s.s. í keramik í fyrsta skipti og kennarinn er frekar klikkuð.
Hún hefur reykt aaaaðeins of margar jónur yfir árin því að hún var alltaf að speisa út! Hún var kannski í miðri setningu og bara bleh, hún stoppaði og glápti út í loftið... ég fór stundum að spá hvort að ég ætti að segja eitthvað - en þá byrjaði hún aftur. Síðan er hún að reyna að útskýra hvað við eigum að búa til og maður er ekki alveg að skilja - maður verður líklega að reykja smá sjálfur til að komast á svona sama "listræna level" og hún ; )

Síðan er maður búinn að setja upp svona voða fínan teljara.is og tracker...

Status: Enginn hiti á ofninum!
- samt er alveg drullu-heitt hérna í "datastuen"

P.S. Munið að lesa allt hitt fyrir neðan - það er alveg hellingur ; )
- já og líka shátið aðeins át

Jú, jú... fólk verður að geta commentað á þessar skemmtilegu skriftir okkar.
Ætla að testa hvort að þetta BlogOut virki...

- það ætti að koma eitthvað voða skemmtilegt hérna fyrir neðan eða eitthvað...

Djös...helv... andsk... það var drullu-kalt í nótt.
Maður vaknaði með hroll og enn meira kvef. Ekki auðvelt að vakna þegar maður er svona dofinn af kulda og veikur.
Já, ég er s.s. ennþá með kvef, hita, með eitthvað í hálsinu - síhóstandi í tíma og ótíma og síðan er ég líka með smá hausverk - fór í apótekið og keypti pakka af Aspirin - sem virkar ágætlega, má reyndar bara taka þetta þrisvar á dag...

Já, við Bjössi redduðum okkur dönskum GSM-númerum hérna - svona Málfrelsis-dóti eða Taletid eins og Danirnir vilja kalla það.
Númerið mitt: +45 22144578
Bjössi: +45 22144569

Endilega sendið okkur skemmtileg SMS og/eða gleðjið okkur með yndisfögrum röddum ykkar : )

Síðan er að segja aðeins frá matnum sem er troðið ofan í okkur hérna - þeir eru s.s. mjög sparsamir Danirnir... maður lætur sér ekki bregða ef það sem er í hádegismat kemur endurhitað í kvöldmatinn daginn eftir.
En þetta er nú ágætur matur samt sem áður, ekkert fangelsis-fæði.

Jæja... farinn að poppa fleiri Aspirin.

Status: Ennþá enginn hiti á ofninum... : (

þriðjudagur, september 02, 2003

Já, lífid hérna er fjölbreytilegt... vid erum med fólk hérna frá Afghanistan, Írak, Bandaríkjunum og Afríku.

Sídan er vedrid búid ad vera frekar skrítid hingad til... fyrsta daginn var sól og fínn hiti, sídan kom smá rigning, aftur sól, etc... sídan voru bara thrumur og eldingar einn daginn og helli-demba... frekar týpískt íslenskt vedur eiginlega.

Status: Thad er ekki ennthá kominn hiti á ofninn okkar : (
- brrrr.... it's cold in here - thetta verdur ekki skemmtileg nótt

Jebb.... adeins ad testa hvort ad thad virki ad skella inn myndum hérna >>
Klikka til ad sjá mynd...
ok...

Vid munum vonandi skella inn ýmsum skemmtilegum myndum hérna inn.
leiter...

Vei ég má vera með!!!

Jæja... thá erum vid byrjadir ad blogga. Bjössi tók smá forskot á sæluna sem thid getid séd hérna >> bjornj.blogspot.com - sem lýsir nokkurn veginn okkar fyrstu dögum: Ég er s.s. veikur, med höfudverk, hita, kvef og vesen thar sem ofninn í herberginu virkar ekki - thótt ad vid séum búnir ad skilja eftir 2 skilabod hjá pedal-gaurnum/húsverdinum. Thetta reddast vonandi fljótlega, vid erum búnir ad fara í apótekid og dópa okkur upp thannig ad vid erum bara nokkud "jolly".

Thetta er s.s. pleisid thar sem vid Bjössi munum blogga í sameiningu og fólki er velkomid ad tékka hérna annan hvern dag eda svo... (eda 3. hvern, eda 4. hvern dag... - eda einu sinni í mánudi... bara svona thegar vid nennum)

pís át
- Hannes

This page is powered by Blogger. Isn't yours?