<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 31, 2003

No time for losers... & ballett með drottningunni 

Já, ég vann RPS (Rock, Paper, Scissors) mótið í fyrradag! Það var s.s. haldið RPS mót Grundtvigs í tíma í "English Conversation" og ég sigraði með glæsibrag - ég á inni bjór hjá kennaranum, Robb Mason sem er btw Ástrali - töff gaur með töff rödd.

Það er byrjuð ný önn hérna í Grundtvig, nýjir krakkar komnir (samt enginn Íslendingur þótt maður hefði heyrt eitthvað um það) og við erum búnir að velja ný fög. Við erum í "Foto", "Illustration & Malerie" og "English Conversation". Síðan er ég í "Den Kreative Tænketank" á meðan Bjössi er í "Boldspil". Nokkuð gaman af því, þetta vonar góðu.

Síðasta fimmtudag fórum við að sjá nútíma ballett í "Det Kongelige Teater" - þetta var hluti af "torsdags-café" þar sem er alltaf eitthvað spes um kvöldið. Við s.s. mættum þarna eitthvað fyrir 20 og á meðan maður var að bíða eftir að sýningin byrjaði þá stóð fólk allt í einu upp - drottningin var s.s. mætt! Nokkuð magnað - það eru ekki allir sem hafa farið á ballett með drottningu Danmerkur ;) En ballettinn var þónokkuð listrænn og var maður ekki alveg að skilja söguþráðinn (maður frétti s.s. síðar að það var víst einhver söguþráður). Bjössi lýsti þessu sem einni af leiðinlegustu stund lífs síns.

Ég vil benda fólki á að tékka á Fréttablaðinu 30. október, neðst til vinstri á bls. 22 - þar sáum við einmitt að Haukur vinur okkar er bara byrjaður að módellast og er að auglýsa keramik.is :)

Við viljum líka biðjast velvirðingar á bloggleysi undanfarna daga. Fólkið býður greinilega spennt eftir fréttum af vitleysingunum í Danmörku. Skýrzla um Tékklandsförina kemur mjög fljótlega >> Smá könnun (svarið í Shout Out): "Hvort viltu langa og ýtarlega skýrzlu um Tékkland eða bara eitthvað stutt og laggott?"

- já, næstum búinn að gleyma. Það er s.s. Halloween-partý í kvöld, nokkuð nett - allir að skella sér í búninga. Við Bjössi skelltum okkur til Köben í gær og ég fann nokkuð góðan Scream búning; Scream gríma (maður getur látið gerviblóð flæða yfir andlitið), svört skikkja og hnífur.
- það kemur náttúrulega skýrzla um þetta partý á næstu dögum... stay tuned.

Status: Það var lokað fyrir heitavatnið í skólanum síðasta fimmtudag frá 10-22, þannig að manni var skítkalt hvar sem maður var. Lá við að maður yrði að ganga um í útifötum.

fimmtudagur, október 23, 2003

blogg.cz 

Ég var að skrifa smá report hérna...

Meira síðar - þegar við komum aftur til Danmerkur.

- hannes.cz

föstudagur, október 17, 2003

Hrappar 2, leiðinlegheit og fleira... 

Það er alltof langt síðan ég bloggaði síðast hérna... 10 dagar. Þannig að hérna kemur smá skýrzla.

Eftir að við komum heim frá Hamburg tókum við því bara rólega - mánudagurinn fór meira eða minna í chill þar sem það var frídagur - út af "forlænget hjemrejseweekend". Um kvöldið ákváðum við að skella okkur á Bad Boys II og höfðum gaman af, klassísk Bruckheimer axjón. En eitt sem var aðeins að trufla mig - ég var alveg að míga á mig meiri hluta af myndinni og það er ekkert hlé í bíóum í Danmörku! Þetta var komið á það stig að ég var kominn með svitaköst og var bókstaflega alveg að springa þannig að ég beilaði á meðan það voru rólegheit í myndinni og hljóp á klósettið. Ágæt skemmtun samt sem áður = 2,5/4

Síðan er búin að vera þema-vika þessa viku og ég held að þemaið sé "við ætlum að þvinga ykkur til að hlusta á hundleiðinlega fyrirlestra allan daginn um efni sem þið hafið engan áhuga á". Þetta eru s.s. bara endalaust B-O-R-I-N-G fyrirlestrar um stríð og pólítísk efni! Það er mikið sofið, bæði í salnum og í herberginu þar sem við beilum stundum á þessu í hléunum og sofum bara til hádegis- eða kvöldmats.

Vill líka bæta við að við fengum ótrúlega vont lambakjöt í hádegismat - þetta var örugglega frekar rolla heldur en lamb. Ekki alveg íslenskt lambakjöt... umm... hlakka til að koma aftur til Íslands og borða almennilegan mat.

Jæja, við erum að fara til Köben að versla smá - Bjössi þarf víst að finna sér skó þar sem skórnir hans stinka mjög illa.

Status: Það er loksins kominn almennilegur hiti á ofninn! Það er líka eins gott því það er orðið mjög kalt úti.

mánudagur, október 13, 2003

Hamborg 

Jæja þá er maður kominn aftur heim til Danmerkur eftir ágæta ferð til Hamborgar. Við lögðum af stað frá Hillerød um klukkan 3 á föstudag og vorum komnir til Kaupmannahafnar klukkan fjögur, rútan til Hamborgar lagði svo að stað klukkan hálf fimm. Þetta var tæplega sex klukkustunda ferð þar af ca. 45 mínútna ferjusigling. Við komum svo á rútustöðina (ZOB) í Hamborg rétt uppúr 10. Þá var bara að finna hótelið. Við ákváðum bara að taka leigubíl og bílstjórinn talaði nú ekki mikla ensku en hann spurði hvaðan við værum. Þegar hann var búinn að ná því að við værum frá Íslandi vissi hann einnig að við værum að fara á leikinn. Hann sagði við okkur "Island keinen Chance" eða eitthvað í þá áttina. Hótelherbergið var algjör lúxus miðað við það sem við erum vanir hérna í Grundtvigs. Allt mjög snyrtilegt og baðherbergið nokkuð rúmgott með sturtuklefa, við höfum ekki séð þannig í 6 vikur. Einnig vorum við með sjónvarp. Við höfum varla horft á sjónvarp í 6 vikur (nema þá video og DVD myndir). Við höfðum 17 sjónvarpsstöðvar, þar af voru aðeins tvær sem sýndu sjónvarpsefni með ensku tali. Önnur sýndi einungis tónlistarmyndbönd og hin hét CNN.

Laugardagurinn var tekinn snemma, við vöknuðum rétt fyrir 9 (ég gerði það allavegana, Nesi svaf eitthvað lengur) og fórum í morgunmat rétt fyrir 10. Þetta var besti morgunmatur sem ég hef fengið í langan tíma. Fljótlega eftir morgunmatinn tókum við strætó niður í miðbæ Hamborgar að skoða í búðir og annað slíkt. Um 3 leytið fórum við svo aftur upp á hótel til að skila af okkur pokum og ná í miðana á völlinn. Nesi þurfti endilega að kaupa sér Red Bull einhversstaðar og drekka það. En í þetta skiptið varð Nesi ekki hyper á því að drekka Red Bull heldur fékk hann bara í magann og var inn klósetti í svona hálftíma (sem er svo sem ekkert met fyrir hann). Þetta þýddi að við vorum orðnir svolítið seinir á völlinn. Við tókum leigubíl á völlinn og leigubílsstjórinn var að sjálfsögðu Tyrki og talaði sama og enga ensku en hann spáði samt Íslandi sigri 3-0. Það gekk nú ekki alveg eftir.

AOL Arena er all svakalega falinn völlur. Hann er inn í miðjum skógi sést ekki fyrir maður er kominn að innganginum. Mjög flottur völlur. Það voru ekki nema svona fimm mínútur í leik þegar við komum og lætin sem komu frá vellinum voru rosaleg, þvílík stemmning. Við hlupum upp í stúku og fundum sætin okkar. Um leið og við settumst var þjóðsöngurinn okkar spilaður, rúmlega 2000 Íslendingar tóku ágætlega undir. En að honum loknum var þýski þjósöngurinn spilaður og vá!!! 50.000 manna þýskur kór að syngja þjóðsönginn sinn, þetta var magnað! Þá byrjaði leikurinn. Það lá við að maður fengi hjartaslag strax eftir 20 sekúndur eða eitthvað, þegar að Þjóðverjar voru hársbreitt frá því að skora en Árni Gautur sýndi snilldartakta og varði frábærlega. Eftir þetta færi varð maður hræddur um að þetta yrði svona allan leikinn, Þjóðverjar í endalausri sókn og Íslendingar í nauðvörn. Það kom svo á 9. mínútu, fyrsta markið. Það ætlaði allt um koll að keyra á vellinum. Michael Ballack þurfti endilega að skora, maðurinn er elskaður í Þýskalandi. Það var sungið og trallað. Íslenska liðið skoraði þó mark, þegar að Eiður Smári komst inn fyrir vörn Þjóðverja og skoraði fram hjá Oliver Kahn. Ég undirritaður varð alveg svakalega æstur og öskraði og klappaði. En hvað í andskotanum, dómarinn gaf Eiði bara gult spjald. Ekkert mark! Rangstaða. En áfram héldum við að hvetja liðið til dáða sem sýndi aldeilis fína takta á köflum.
Í hálfleik fór maður í sjoppunu og keypti sér Bratwurst mit Brötchen - enginn Sauerkraut.

Íslendingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og sóttu að Þjóðverjunum. Það kom svo að því að Íslendingar fengu hornspyrnu og úr henni varð íslenkst mark, Hemmi skoraði og allt ætlaði að verða vitlaust meðal Íslendinganna. En á hvaða lyfjum var þessi fokking dómari. Rússahóran dæmdi markið af!!! Ég sem var búinn að reka puttann framan í Þjóðverjana fyrir aftan mig. Dómaranum var eitthvað illa við Hemma enda búinn nýbúinn að taka hann til sín og segja honum að róa sig.
Þrjátíu sekúndum síðar kom rothöggið, þýsku djöflarnir skoruðu! Í stað þess að staðan væri 1-1 var hún skyndilega 2-0 fyrir Þýskalandi. Dómarinn fékk aldeilis að heyra það frá íslensku áhorfendunum, þó svo að ég efist það stórlega að hann hafi heyrt nokkuð. Leikurinn var sama og búinn og fljótlega varð EM draumurinn að engu þegar það fréttist í stúkunni að Skotarnir væru búnir að skora gegn Litháum. Það er eins gott að Hollendingarnir taki þá í ósmurt í umspilinu. Undir lokinn skoruðu Þjóðverjar svo þriðja markið og þar við sat. Það var nú svolítið fyndið að sjá litlu feitubolluna hann Veigar Pál koma inn á leiknum. Hann virtist hlaupa hægar en offitusjúklingur. Þrátt fyrir tapið voru allir stolltir af sínum mönnum og sungu með þjóðverjunum í lok leiks og klöppuðu mönnum lof í lófa. Ég vona þó að dómarahórann brenni í helvíti fyrir gjörðir sínar! Menn gengu af vellinum stolltir en þó hundsvekktir með það að hafa misst af Evrópusætinu.

Eftir leikinn var haldið á Das Bauerhaus sem var rétt hjá leikvanginum. Þar var slegið upp balli, þar sem allir voru velkomnir bæði Íslendingar og Þjóðverjar. Stebbi Hilmars og Jón Ólafs ásamt hljómsveit sáu um að halda uppi fjörinu. Það var þó nokkuð um ölvun og má þess geta að Ellert B. Schram fór hreinlega á kostum á dansgólfinu. Það voru mörg íslensk mikilmenni þarna bæði úr viðskiptaheiminum og fjölmiðlaheiminum. Þarna skapaðist fín stemmning þrátt fyrir tapið og menn skemmtu sér konunglega. Við ákváðum að taka einhvern strætó sem var fyrir utan staðinn í bæinn. Meðal farþega var leikarinn sem sá um "Ekki fréttir" í útvarpinu (man ekki hvað hann heitir). Hann var alveg blindfullur. Hann var t.d. með ca. 5 herðtré með sér, hljóðnema og rándýra myndavél sem ég veit ekki hvort var hans. Hann vissi ekkert hvað hann var að gera eða hvert hann var að fara. Það held ég allavegna. Hann hélt ræðu á þýsku og söng síðan "Stál og hnífur" eftir Bubba Morthens við mikla katínu farþega. Hann söng það alveg eins og Bubbi. Nokkuð góð eftirherma. Við enduðum síðan á aðalpartýgötunni í Hamborg, þar sem er ógrynni af skemmtistöðum, súlustöðum, klámmyndabíóum sem og verslunum með kynlífsvarning. Þetta er mjög áhugaverð gata. En þreytan sagði til sín og við fórum heim á hótelið.

Daginn eftir mættum við í morgunmat um 10-leytið og fórum svo að taka saman eftir morgunmatinn því að við þurftum að tjekka okkur klukkan tólf. Þegar við höfðum tjekkað okkur út fórum við á rútustöðina og settum farangurinn í geymsluhólf þar sem rútan átti ekki að fara fyrr en klukkan þrjú. Á rútustöðinni hittum við íslenskan strák sem búsettur er í Noregi en hann kom með skipi til Hamborgar til að fara á leikinn. En þar sem skipaði seinkaði mikið vegna óveðurs þá komst hann aldrei á leikinn. Mjög svekkjandi fyrir hann. Þarna var hann ráfandi um og beið eftir að komast heim. En við notuðum seinustu klukkutímana í Hamborg til að skoða borgina. Síðan lögðum við að stað 45 mínútum á eftir á áætlun en komum samt til Kaupmannahafanar nokkuð á undan áætlun. Við tókum síðan lest til Hillerød um klukkan hálf 10 og vorum komnir heim tæpum klukkutíma síðar.

Þar með var gott ferðalag á enda við tók góður svefn.

Á laugardaginn verður svo aftur farið í rútuferð, nema þá bara töluvert lengri. En þá verður haldið til Tékklands, það verður örugglega skemmtilegt.

Bless í bili.....


þriðjudagur, október 07, 2003

Já, sorry að við höfum ekki verið meira aktívir - við skulum reyna að bæta úr því. Stundum er bara ekki mikið að segja frá, maður nennir ekki að blogga, hefur ekki tíma og svo er tölvustofan mjög vinsæl þannig að við komumst ekki alltaf að þegar við viljum.

En aglavegna, hvað er búið að gerast síðustu daga... á föstudaginn fórum við ekki í Tequila-Limbó, en tékkuðum samt á Hjørnestuen þar sem var ágæt stemmning þannig að við ákváðum að sötra 2-3 bjóra. En eftir því sem leið á kvöldið bættust við nokkrir bjórar, nokkrir White Russian, Fisherman's Vodka... nokkuð góð stemmning þar. Ég tók nokkrar myndir og koma þær vonandi fljótlega hérna.
Eini gallinn við að drekka meira en við ætluðum var að það var fyrirlestur um Tékkland kl. 10:00 daginn eftir sem við þurftum að mæta í - en það reddaðist alveg, gaman að sjá hversu hresst fólk var í fyrirlestrinum. Skólastjórinn, sem hélt fyrirlesturinn, var líka ægilega ánægður með að það mætti tæplega helmingur af nemendunum - hann horfði sérstaklega blíðlega á þann sem skipulagði Tequila-Limbóið ; )

Síðan er það guðdómlega veislan á laugardaginn. Fólk var að taka þessu mjög alvarlega og var mjög skrautlegt lið við kvöldmatinn. Eftir matinn var síðan partý í Hjørnestuen og var tekið nokkuð hressilega á - Guð sjálfur dó um 22-leitið. Það var góð stemmning, en ca. 23 fór verulega að fækka á mannskapnum. Björninn sjálfur hvarf meira að segja í dágóðan tíma, en mætti hress aftur. Þeir fáu sem náðu að halda þetta út ákváðu að panta pizzu. En pizzan var eitthvað að taka langan tíma, biðum í ca. 1,5 klst. Síðan þegar pizzan loksins kom kl. 03:45 var fólk ekki alveg að kannast við pizzurnar sínar - gaur sem pantaði pepperoni endaði t.d. með rækjur og jalapeno... góður endi á góðu kvöldi.

Á sunnudaginn tókum við því bara rólega, fengum okkur hamborgara á "Byens Bedste Pizzeria" í morgunmat og skelltum okkur í bíó um kvöldið. Horfðum á The League of Extraordinary Gentlemen (LXG) - nokkuð töff mynd, fín afþreying - þar sem þetta er nú ævintýramynd er náttúrulega margt ótrúlegt en gaman af þessu = 2,5/4

Um daginn vorum við Bjössi í Fona og sá ég þar diskinn Moon Safari með Air á góðu tilboði, aðeins 69,95 Dkr - vildi bara segja að þetta er snilldar diskur, búinn að hlusta á hann nokkuð mikið síðustu daga - hægt að hlusta á fyrstu 6 lögin aftur og aftur...

Status: Nú er verulega farið að kólna í veðri, mikill pipar og er orðið nokkuð kalt á göngunum - ekki gott.

föstudagur, október 03, 2003

Bara svona til að fólk haldi ekki að við séum dauðir ætla ég rétt að fjalla um hvað við höfum verið að gera síðustu daga.
Lífið hefur gengið sinn vanagang og á miðvikudaginn skruppum við til Köben um hádegið með film-hópnum að horfa á "Dirty Pretty Things". Nokkuð góð mynd, góð saga og góður leikur = ***/4

Eftir myndina röltum við Bjössi niður Strikið og tékkuðum á nokkrum búðum. Við keyptum okkur ýmislegt, t.d. "Boom Boom Box" sem er mjög sniðug græja - eiginlega bara hátalarar fyrir ferðageislaspilara. Síðan keypti ég frekar nett plakat sem við erum búnir að skella á baðherbergishurðina. Einnig skellti ég mér í H&M og keypti nærbuxur og sokka þar sem allt dótið mitt var óhreint ;) Við fundum líka magnaðan múzik-markað þar sem var verið að selja tónlist, DVD, o.s.frv... mjög ódýrt. Ég skellti mér á 2 schnilldar myndir: The Big Lebowski & Life of Brian á 25 Dkr. stykkið (ódýrara en að leigja) og 5 smáskífur sem kostuðu 2 Dkr. stykkið - ekki á hverjum degi sem maður kaupir geisladisk á 24 Íkr.

Síðan erum við komnir með sjúkratryggingakortin okkar þannig að við getum loksins farið að leigja spólur/DVD ;)
+ við erum víst komnir með danskt lögheimili - við erum ekki lengur skráðir í þjóðskránni á íslensku heimilin okkar, bara "Danmörku". Maður verður meira Dani með degi hverjum...

Já, við fengum miðana á Þýskaland - Ísland í dag, mjög gott það - vika þangað til að við leggjum af stað - þetta verður snilld!

Það er víst eitthvað Tequila-Limbó í kvöld, veit ekki alveg hvort við tékkum á því...
Síðan er stór-fest á morgun með einhvers konar "goð/gyðjur" þema þar sem allir eru einhver viss guð/gyðja og þurfa að framkvæma eitthvað verkefni um kvöldið - þið fáið skýrslu um það á sunnudaginn.

Læt þetta nægja í bili... og ég sem ætlaði að hafa þetta stutt.

Status: Það er kominn smá hiti á ofninn, samt ekkert rosalegt þótt að við séum að keyra hann á 5.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?