<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, nóvember 28, 2003

The Bold and the Beautiful 

Jæja það er kominn tími á að skrifa eitthvað hérna og segja ykkur hvað hefur gerst hér í Danmörku undanfarna daga. Á miðvikudagskvöld var haldið svokallað Ganggruppe fótboltamót Grundtvigs. Til leiks mættu sex lið, 5 lið skipuð nemendum og eitt lið kennara. Spilað var í tveimur þriggja liða riðlum, tvo efstu liðin komust svo áfram. Okkar hópur ætlaði ekki að senda lið til keppninnar vegna áhugaleysis stelpnanna. Liðin urðu að vera skipuð tveimur strákum og tveimur stelpum. En á síðustu stundu fékkst leyfi til að sameina tvo hópa og við vorum komin með lið, Lyngby/Marielyst hét það. Spilað var inn í íþróttasal og hver leikur 7 mínútur. Það er skemmst frá því að segja að lið okkar tapaði fyrsta leik 2-0, að nokkru leyti vegna þess að undirritaður byrjaði þann leik ekki. Þegar undirritaður kom svo loks inn á var staðan orðin 2-0 og lítið sem ég gat gert. Næsti leikur var svo á móti kennurunum. Byrjunarliðið var t.d. skipað mér og Hannesi. Leikurinn endaði 4-1 okkur í vil, þar sem ég og Hannes sáum um að skora öll mörkin. Ég skoraði 4 mörk í rétt mark en Hannes skoraði sjálfsmark. Þessi sigur tryggði okkur annað sætið í riðlinum og þar með áframhaldandi þátttöku í keppninni. Undanúrslitin voru sérdeilis spennandi. Báðir leikirnir fóru í vítaspyrnukeppni. Okkar leikur endaði 2-2 eftir venjulegan leiktíma þar sem ég skoraði m.a. eitt mark. En leikurinn fór í vítaspyrnukeppni og eftir að hvort lið hafði tekið um 7 vítaspyrnur urðu úrslitin ljós. Við töpuðum henni 1-0. En þess má geta að mörkin eru mjög lítil, ná manni ca. upp að mitti og eru í handboltamarkshlutföllum. Þar að leiðandi getur reynst svolítið erfitt að skora. En til úrslita spiluðu Skåne og Klostergangen. Þetta var leikur milli ríkra og fátækra. Krakkanir í SKåne eru á gangi þar sem eru sér sturtur á herbergjunum (þ.a.l. dýrari) en á Klosterganginum þurfa krakkanir að deila sturtum fram á gangi (ódýrai). Það er skemmst frá því að segja að þeir ríku unnu 2-1.

Í gærkvöldi var hins vegar haldin hæfileikakeppni eða "Open Scene". Þar spiluðu nokkrar hljómsveitir og tóku nokkur vel valin lög. Einnig var eitt rappatriði sem var heilvíti flott og stelpa sýndi kúnstir með þrjú prik. Auk þess flutti einn frumsamið ljóð, þar var einhver gestur á ferð. Allir skemmtu sér ágætlega á þessari hæfileikakeppni en það sem vakti furðu mína var að það var enginn sigurvegari og þar að leiðandi ekki hægt að kalla þetta keppni. En samt sem áður hæfileikasjóv.

Á morgun er hins vegar aðventu partý þar sem gamlir nemendur koma í heimsókn og detta í það með okkur. Sem betur fer er ekkert fokking þema að þessu sinni. Ef svo væri hefði ég líklegast flúið land. Þetta verður líklegast heljarinnar partý og má búast einhverri drykkju, jafnvel ölvun.

Það sem er döfinni hjá okkur eru t.d. tvennir tónleikar. Þann 10. desember ætlum við að skella okkur á Busta Rhymes í Kaupmannahöfn og svo 16. desember er það The Strokes. Þó svo að það sé stutt eftir þá á margt skemmtilegt eftir að gerast.

Já það eru ekki nema 22 dagar þangað til að við komum heim. Þetta hefur allt verið mjög fljótt að líða, eiginlega of fljótt. En svona er þetta tíminn líður, nú er bara að gera sem best úr því sem eftir er og djamma feitt!

Meira eftir helgi.....

mánudagur, nóvember 17, 2003

FOKKING ÞEMA!! 

Við fórum í leikhús síðastliðinn fimmtudag og sáum leikrit eftir sjálfan William shakespeare. Það er svosem ekki frásögu færandi nema hvað að meðal leikara var Íslendingur og það sem meira er að sagði setningu á íslensku. Setningin var eitthvað á þessa leið, "þú kenndir mér að tala helvítis tussan þín!". Annars var leikritið mjög listrænt en engu að síður ágætisskemmtun. Nú munu eflaust einhverjir segja að við séum algjörir listahommar eða eitthvað slíkt. En það er með öllu rangt, mér finnst þetta bara ágætis tilbreyting. Þó var ballettinn með engu móti góð tilbreyting. Það var pynting.

En mikið andskoti er ég orðinn þreyttur á partýum með þemum. Önnur hver helgi er þemahelgi. Þá er alltaf gert eitthvað sérstakt og allir taka þátt í einhverjum gjörningi eða leik. Að þessu sinni var helgin nefnd "inviter dine venner" og flestir buðu einhverjum vini eða vinum í heimsókn. En það versta við þessar helgar eru partýin því þau hafa alltaf eitthvert fokking þema. Á laugardag var jú einmitt haldið partý og að þessu sinni var þemað 70's, hippar og diskó. Ég ákvað að gefa skít í þemað að þessu sinni og ákvað að vera ekki neitt en Nesi var aðeins stórtækari en ég og fór í gervi eins meðlims KISS og fór upp á svið og tók þátt í "Melodi Grand Prix" sem er einskonar mæmkeppni. Þrátt fyrir þemað var þetta partý ágætt og það var fín stemmning. Það var hin magnaði skífuþeytir DJ Bixer Control ásamt fylgdarmönnum sem sá um að halda uppi fjörinu. Sjaldan eða aldrei hef ég séð jafnhallærislegan Dí jei. Hann var dökkhærður með sítt að aftan og fölarinn en allt. Fylgdarsveinar hans voru tveir og fíluðu þeir sig í botn og voru ekki síður hallærislegir. Þarna var vel lúðalegt tríó á ferð. En þrátt fyrir þennan hallærisleika þá spilaði DJ Bixer Control ágæta tónlist og var með góðar græjur sem hann blastaði vel. Hann hélt uppi góðri stemmningu þetta kvöld. En ef maðurinn ætlar að komast eitthvað áfram í hinum harða DJ-heim þá þarf hann að fara í algjört "make over". Ég tel rétta manninn í það starf vera hinn uber svala Hlyn Tryggvason. Ef DJ Bixer Control hefur sambandi Hr. H.T. þá er ekkert nema frægð framundan fyrir hann. En um leið og Dj-inn hætti að spila komst töluverð upplausn á tónlistina. Þá var enginn einn sem sá um tónlistina og gestirnir sem voru á staðnum komust að græjunum. Þess má geta að við erum ekki að tala um sömu græjur og dj-inn notaði. Þegar dj-inn hætti þá færðist partýið yfir í annað herbergi. Þessir gestir spiluðu vægast sagt lélega tónlist, þá á ég við tónlist sem hentar ekki vel til partýhalds. Eitthvað reyndi ég sjálfur að redda hlutunum og tókst það ágætlega, nema að maður hafði úr litlu að moða. Að minnsta kosti dansaði fólkið á meðan Dj sessionið mitt stóð yfir. Í heildina litið var þetta fínt teiti, það var gaman að sjá Nesa upp á sviði í gervi meðlims Kiss. Það var sjón sem ég hefði ekki búist við að sjá á lífsleiðinni.

Í gær hertókum við Íslendingarnir sjónvarpsherbergið og horfðum á eðal íslenskt sjónvarpsefni. En það var nefnilega fyrstu fjórir þættirnir af Idol stjörnuleit. Þetta var nokkuð áhugavert og vel hægt að hlæja að þessum vitleysingjum sem fóru í söngprufurnar. Þarna sátum við í tæplega 4 klukkutíma og horfðum á þetta og átum íslenskt nammi. Allir sem komu inn í herbergið voru fljótir að fara út þegar sáu hvað var á skjánum. Flestir hristu hausinn eða hlógu að þessu og um leið okkur fyrir að horfa á þetta.

Núna erum við búnir að vera hérna í Danmörku í u.þ.b 80 daga. Maður er farinn að sakna ýmislegs nú þegar. Þá er það helst maturinn. Ég verð að segja fyrir mitt leyti að íslenskur matur er langbestur.

Ég vil einnig taka það fram að við erum ekki alltaf að skemmta okkur. Þetta er nú einu sinni skóli. Við erum að læra að teikna og taka ljósmyndir og framkalla þær og alls konar uppbyggilega hluti sem við getum byggt á í framtíðinni. En að sjálfsögðu skemmtum við okkur inn á milli en ekkert meira en góðu hófi gegnir. En það sem mestu máli skiptir er að við erum njóta þess að vera hérna.

Megi lífið vera ykkur hliðhollt.
Kveðja,
Bjössi

sunnudagur, nóvember 09, 2003

Tour de Chambré 

Núna er svokölluð "forlænget hjemrejseweekend" sem þýðir að það er ekki skóli á morgun og flestir eru því heima hjá sér núna eða farið eitthvert annað. Þetta þýðir að það eru mjög fáir í skólanum þessa stundina og því lítið um að vera. Á föstudaginn var haldið á okkar gangi svokallað Tour de Chambré. En það gengur út á í grófum dráttum að ganga á milli herbergja og drekka mikið áfengi. Hvert herbergi hefur eitthvað þema og drykkjuleik. Í hverju herbergi er síðan nóg af áfengi. Það voru 6 herbergi sem tóku þátt í þessu. Í fyrsta herberginu var þemað Rock 'n Roll og þar var spilaður drykkjuleikur sem heitir Pyramid. Næsta herbergi hafði þemað "útskriftarveisla". Þar var boðið upp á bollu. Drykkjuleikurinn þar var einfaldlega spurningarleikur. Skipt var í lið og í hvert skipti sem liðin náðu ekki að svara rétt þurftu þau að tæma úr glösunum sínum. Þar sem allar spurningarnar voru mjög erfiðar þá gerði maður lítið annað en að tæma úr glasinu sínu. Í bollunni var heil vodkaflaska og maður drakk örugglega fimm glös, þannig að maður varð ansi fullur. Þemað í þriðja herberginu var svo "Porn" og var allt herbergið skreytt með klámdóti. Þar var eitthvað bland í boði og drykkjuleikurinn var "Circle of Death". Þar var drukkið nokkuð mikið. Fjórða herbergið var svo okkar herbergi. Okkar þema kallaðist "Hot 'n Sweet Christmas". Allir sem komu fengu Hot 'n Sweet skot og súkkulaðimola úr súkkulaðidagatali að eigin vali. Það vakti talsverða kátínu. Síðan var dreift bjór á allan mannskapinn og spilaður drykkjuleikurinn "Up and Down the River". Þegar þarna var komið við sögu voru allir nokkuð ölvaðir. Fimmta herbergið hafði svo þema sem ég skildi eiginlega ekki en það var "Þú hefur orðið" (???). Þarna var áfengið farið að segja vel til sín og ég skildi ekki drykkjuleikina enda samdir af gestgjafanum. Leikrinir gengu út að finna orð í orðabókum og fara með danska stafrófið afturbak. Einfaldlega of flókið. Þarna var boðið upp á rósarvín. Sjötta og síðasta herbergið hafði svo þemað "Kinky Pink". Herbergið var allt skreytt í bleiku og hurðin skartaði bleikum g-streng og brjóstarhaldara. Boðið var upp á bleik vodka skot en til að bleikja vodkað var notað Fanta Exotic. Þarna var spilaður klassískur leikur þar sem fólk lætur spil ganga á milli sín með vörunum. Ef þú misstir spilið þá áttur að tæma staupið. Nokkuð áhugavert.

Í hverju herbergið var staldrað við í svona 20 - 25 mínútur. Þannig að þetta tók svona 2 til 2 og 1/2 tíma. Þetta er mjög sniðug leið til að halda partý. Þetta var svakalega skemmtilegt kvöld þar sem alkahólneysla var nokkur.

En í gær var ekkert að gerast. Fólk var að spá í að fara á The Matrix en þar sem það eru númeruð sæti í bíó hérna Danmörku voru bara léleg sæti eftir þegar það átti að panta miða. Þannig að fólk lagðist í videogláp. Myndirnar sem horft var á voru Monster Inc., Dogma og Dude, Where's My Car?

Í dag verður líklegast ekkert gert nema maður skelli sér á The Matrix. Á morgun er eins og áður segir frí og maður veit ekki hvað maður á af sér að gera.

Núna eru rétt rúmlega 40 dagar þangað til að maður kemur heim. Tíminn er rosalega fljótur að líða. Við erum búnir að vera hérna í 10 vikur af 16. Það verður skrítið að koma aftur heim. En núna er bara um að gera að nýta þessar sex vikur í eitthvað gott.

Bless í bili

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Man down, I repeat man down!!! 

Hvurs lags dónaskapur er þetta! Okkur Íslendingunum fer fækkandi hérna í Grundtvigs. Til að byrja með vorum við 9 en lítur út fyrir að við verðum einungis 7 frá og með deginum í dag. Ein af stelpunum fór heim í síðustu viku vegna fjölskyldumála og ekki er talið líklegt að hún komi aftur. En í dag var vaðið yfir okkur Íslendingana á skítugum skónum, hann Georg var rekinn. Georg er virkilega svalur gaur. Hann er samblanda af The Dude í Big Lebowski og Jesús. En núna er búinn reka manninn úr skólanum og það fyrir ekki nógu góða mætingu. Það sem meira er að hann þarf að fara úr skólanum í dag. Hann þarf að pakka saman og yfirgefa skólabygginguna á nokkrum tímum. Þetta er rosalegt harðræði. Hann er heldur ekki velkominn innan veggja skólans aftur. Að mínu mati er þetta sorgardagur. Ég vil meina að þetta hafi gerst vegna þess að Gerog er Íslendingur og ekkert annað. En við sem eftir erum verðum að standa saman og berjast við hin illu öfl. Vér mótmælum öll eins og Jón Sigurðsson sagði forðum daga. Við stöndum saman, við föllum saman.

Að lokum vil ég að allir standi upp og syngi saman og minnust þess hver við erum:


Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
:/: Íslands þúsund ár, :/:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.

Ó, guð, ó, guð! Vér föllum fram
og fórnum þér brennandi, brennandi sál,
guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns,
og vér kvökum vort helgasta mál.
Vér kvökum og þökkum í þúsund ár,
því þú ert vort einasta skjól.
Vér kvökum og þökkum með titrandi tár,
því þú tilbjóst vort forlagahjól.
:/: Íslands þúsund ár :/:
voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár,
sem hitna við skínandi sól.

Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá.
Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá.
Ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf,
vor leiðtogi í daganna þraut
og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf
og vor hertogi á þjóðlífsins braut.
:/: Íslands þúsund ár :/:
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkis braut.
Ég hef líka ákveðið að taka út feminist merkið vegna óska fjöldans. Nesi mun líklegast drepa mig. Samt sem áður eru feminstar hórur.

mánudagur, nóvember 03, 2003

Halloween partý 

Mig hefur nú alltaf fundist Halloween vera heldur til of amerískt og mér finnst það ennþá. En það er mín skoðun. Síðastliðinn föstudag, 31. október, var jú einmitt Halloween. Að sjálfsögðu þurfti að halda partý með Halloween þema, allt gott um það að segja svosem. En þar sem nýir nemendur komu í skólann um þarsíðustu helgi var vikan sem leið áfengislaus. Það er að segja að ekki mátti halda partý á föstudag. Þannig að Halloween partýið var því haldið á laugardaginn í staðinn. Flestir voru í einhverjum búningum og mátti sjá menn klædda sem hryðjuverkamenn, jólatré og hjúkkur svo eitthvað sé nefnt. Nesi var í Scream búningnum sínum sem hann keypti í Magasin á meðan ég var aðeins rólegri og hafði einfaldlega sjálflýsandi hauskúpugrímu sem á stóð R.I.P. Kvöldið hófst með viðhafnarkvöldverði þar sem snæddur var kalkúnn með fyllingu, sósu og bökuðum kartöflum. Sæmilegur matur en því miður hrakaði kvöldverðinu mikið þegar að ábætirinn var borinn á borð. Við fyrstu sín virtist þetta vera eplakaka en um leið og kakan var snædd kom ljós að svo var ekki. Kakan bragðaðist skringilega svo ég taki vægt til orða. Það var ekki fyrr en síðar að ég komst að því að þetta var graskerskaka. Hvað annað? Ég hefði mátt sjá það fyrir. En sjaldan hef ég lagt mér jafn bragðvonda köku til munns. Ég man reyndar einungis eftir einu tilviki þar sem slíkt átti sér stað. En fljótlega eftir að maður var búinn að jafna sig á þessum náttúruslysi tók drykkjan við. Allt svo sem gott um það að segja. Ég og Nesi stóðum okkur nokkuð vel að vanda, þó ég segi sjálfur frá. Skandalarnir létu þó eitthvað á sér standa. Við vorum okkur til sóma og sýndum gott hátterni í hvívetna. Ég var stolltur af framgöngu og hegðun okkar þetta kvöld. Ein sem gerðist var að Nesi fékk stóra kúlu á hausinn eftir að leyfði dreng nokkrum að lemja sig hausinn með heimagerðri exi. En ég er mjög stolltur fyrir Hannesar hönd fyrir að hafa sagt NEI við fíkniefnadjöflinum þegar að honum var boðið ávanabindandi efni sem kennt er við hass. Annars fer þetta fyllerí ekki í sögubækurnar fyrir skandala a.m.k. ekki af okkar hálfu. En engu að síður var þetta nokkuð gott fyllerí. Ég myndi segja, þrjár stjörnur af fimm mögulegum. Það sem dregur þetta fyllerí niður er að fólk hættir svo snemma. Það er ekkert úthald á þessu liði.

Sunnudagurinn fór svo ekki neitt nema pizzuát og videogláp.

Á föstudaginn sáum við myndina Intolerable Cruelty í Kaupmannahöfn. Þetta er alveg ágætismynd sem er nokkuð fyndin á köflum og skemmtilega skrifuð. Þessi mynd er þó ekkert á við Kill Bill sem er algjör snilld!! Reyndar eru þarna um mjög ólíkar myndir að ræða. Næst er það bara Matrix Revolutions. Það verður magnað.

Að lokum vil ég nefna það að ég hef verið rændur. Það var rænt frá mér ca. 2 klst og 45 mínútum úr lífi mínu. Ég sakna mjög þessara mínútna. Þetta gerðist síðastliðinn fimmtudag í Det Kongelige Teater í Kaupmannahöfn og þetta gerðist í návist sjálfrar drottningar Danmerkur. Ég verð að reyna að horfast í augu við þá staðreynd að ég fæ þennan tíma aldrei aftur og það særir mig mjög. Mér líður eins og rýtingi hafi verið stungið í hjarta mitt. Þessi ballett var hreinasta hörmung og mesti viðbjóður.

Bara later....

This page is powered by Blogger. Isn't yours?