<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, desember 20, 2003

Þá er þetta búið : ( 

Jæja, þá er maður bara kominn heim eftir 112 daga dvöl í Hillerød í Danmörku. Nú tekur bara eitthvað nýtt við.
- "It has been emotional"

miðvikudagur, desember 17, 2003

The Strokes 

Þá er maður búinn að sjá The Strokes á tónleikum og verð ég að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Að mínu mati voru þessir tónleikar brilliant. Tónleikarnir voru haldnir á sama stað og Busta Rhymes tónleikarnir í KB Hallen. Í þetta skiptið var uppselt (a.m.k. 4 þúsund manns) og allt öðruvísi áhorfendur. Þarna var fólk með mun meira hár og í allt öðruvísi klæðnaði. Að sjálfsögðu byrjaði maður á því að kaupa sér bjór meðan maður beið eftir að tónleikarnir hæfuðst. Fyrst á svið steig maður í undarlegum klæðnaði. Í fyrstu leit þessi maður út fyrir að vera rótari og væri þarna til að stilla gítarana. En, nei hann var upphitunarhljómsveitin. Maðurinn bar nafnið Har Mar Superstar. Þetta var algjört "one man show". Hann var með alla músíkina á teipi og svo söng hann bara og dansaði á sviðinu og sveiflaði míkrafóninum með miklum tilþrifum. Síðan skitpi hann alltaf sjálfur um lög. Alltaf annað slagið fór Har Mar úr einni flík og þegar hann spilaði seinasta lagið var hann á nærbuxunum einum saman. Har Mar var einnig mjög öruggur með sjálfan sig þar sem hann var mikið í því að hrósa sjálfum sér og segja að væri bestur og algjör snillingur. Einnig var hann í bol þar sem stóð "My name is Har Mar and I'm the fucking best". En að sjálfsögðu fór hann úr bolnum sem og öðrum klæðnaði. En Har Mar Superstar hefur útlitið beinlínis ekki með sér, hann er nokkuð þéttur og með bjórvömb, síðhærður með skalla. Har Mar Superstar stóð sig með ágætum og náði fram brosi á öllum áhorfendum. Fyrir frekari upplýsingar um Har Mar Superstar þá má benda á þessar síður: Youcanfeelme.com eða HarMarSuperstar. [ Neza-innskot: www.thefuckingbest.com ]

The Strokes létu bíða nokkuð eftir sér og var sú bið alveg þess virði. Sviðið var alveg einstaklega flott og alveg ótrúlega mikið að ljósum. Og þvílíkt ljósashow! Algjör snilld. Þeir tóku flest öll sín lög og héldu upp virkilega góðu tempói og stemmningin var alveg frábær. Það var reyndar greinilegt að Julian Casablanca (sem er víst hálfdanskur) var búinn að drekka eitthvað fyrir tónleikana og var mjög erfitt að skilja hann þegar hann talaði en það hafði engin áhrif á sönginn. Það er alveg hægt að segja að The Strokes kunni að skemmta og spila músík. Enda er sumir sem vilja meina að þeir séu hljómsveitin sem bjargaði rokkinu. Eina sem hægt er að setja út á þessa tónleika er hve stuttir þeir voru, ekki nema ca. klukkutími. En reyndar eru sameiginleg lengd diskanna þeirra Is this it og Room on Fire ekki nema um 70 mínútur. En þeir bættu það upp með mögnuðum tónleikum og frábæru ljósashowi. Eitt sem kom mér á óvart var að hljómsveitin var ekki klöppuð upp. Um leið og þeir stigu af sviðinu voru ljósin kveikt og menn byrjuðu að taka niður sviðið. Mér fannst það frekar slappt en svona var þetta líka á tónleikunum með Busta Rhymes. Kannski þurftu þeir að gera þetta því að í dag eru, á sama stað, tónleikar með hinni hálfslöppu hljómsveit Nickleback. Það gæti líka verið að Danir séu ekki mikið fyrir að klappa upp hljómsveitir. Hver veit? En ég fór glaður heim af þessum tónleikum og sé ekki eftir þeirri ákvörðun að fara á The Strokes.

Á sama tíma annars staðar í Kaupmannahöfn voru haldnir tónleikar með Marilyn Manson og þ.a.l. var Kaupmannahöfn full af skrýtnu liði og metal hausum. Þetta var svolítið ógnvekjandi.

bless í bili,
Bjössi

þriðjudagur, desember 16, 2003

Strákakvöld, klám og opið hús 

Síðastliðinn föstudag héldum við strákarnir í skólanum strákakvöld í sjónvarpsherberginu. Mæting niður í sjónvarpsherbergi var klukkan 19:30. Flestir voru tímalega, enda fæstir sem vildu missa af þessu. Á sama tíma héldu stelpurnar stelpukvöld í Hjørnestuen. Þetta var ekta strákakvöld þar sem áfengið vatnaði ekki. Allir komu með eigin bjór og nóg af honum síðan var látin trekt ganga á milli manna. Okkur til skemmtunar þá horfðum við á nokkra Jackass þætti og var það mikið gaman. Þegar leið á kvöldið varð sjónvarpsherbergið alltaf ógeðslegra og ógeðslegra þar sem mikið magn af bjór sullaðist á gólfið og bjórflöskur brotnuðu á því. En hverjum var ekki sama, þetta var strákakvöld og við gátum látið eins og við vildum. Ekki var nóg að horfa á Jackass og þess vegna var sett eitt stykki klámmynd í tækið. Myndin bar nafnið Working Girl ef ég man rétt og fjallaði um kellingu sem gerði ekkert annað en að ímynda sér hvernig það væri að vinna hin og þessi störf. Hverju starfi fylgdu einhverjar ríðingar. En að sjálfsögðu hugsaði enginn um söguþráðinn, allir horfðu með áhuga og spenningi á framvindu mála hjá þessari veslings konu sem leitaði sér að vinnu. Fyrir mitt leyti verð ég að segja að ég hef séð betri klámmynd en Working Girl. þegar leið á kvöldið var áfengið farið að segja til sín hjá mörgum, sumir jafnvel við það að deyja og klukkan ekki meira en 11. þegar klámmyndin var búinn þá fóru allir upp í Hjørnestuen til stelpnanna og þar var partýinu haldið áfram.
Stelpurnar voru á öðrum nótum þetta kvöld og höfðu ekki horft á soraklámmyndir heldur höfðu verið að gefa öllum strákunum í skólanum einkunnir eftir útliti. Samkvæmt öruggum heimildum okkar komum við félagarnir nokkuð vel út úr þessari einkunnargjöf og sýnir það sjarmi manns er metinn hérna í Danmörku. Síðan var partýast langt fram á nótt og meira áfengi drukkið. þetta var algjört snilldarkvöld en það var ekki eins skemmtilegt að hreinsa til inn í sjónvarpsherbergi eftir þetta kvöld. Ekki hefur sést jafn ógeðslega skítugt herbergi í mannaminnum. Að sögn kunnugra var þetta í hæsta lagi óheilbrigt og ekki til eftirbreytni. En hvað með það þetta var strákakvöld!

Á laugardag var svo opið hús í skólanum þar sem nemendur buðu foreldrum sínum í heimsókn og sýndu afrakstur sinn. Ég og Hannes sýndum ljósmyndir og teikningar. Haldnir voru tónleikar og leikrit sýnt. Um kvöldið var svo snæddur fínn kvöldverður nánar tiltekið lambakjöt. Síðan var haldið partý nema hvað að flestir voru svolítið eftir sig eftir föstudagskvöldið. En það skapaðist ágætisstemmning þrátt fyrir þreytuna. Það er svosem lítið hægt að segja um þetta kvöld.

Nú styttist í það allir fari heim og allir eru nokkuð niðurdregnir vegna þessa. Þrátt fyrir að nokkrir haldi áfram eftir jól þá eru langflestir að hætta núna í lok vikunnar. Það þýðir ekkert að vera súr heldur bara gera sem best úr því sem eftir er og hafa gaman.
Í kvöld erum við Hannes hins vegar að fara á tónleika með The Strokes í KB Hallen og er mikil eftirvæntining, allavegana hjá mér. Á morgun mun koma umfjöllun um þá tónleika, vonandi. En annars komum við heim eftir 4 daga, eða á laugardaginn klukkan 15:30.

later,
Bjössi

fimmtudagur, desember 11, 2003

Busta Rhymes 

Þetta var nú meiri snilldin. Í gær fórum við Hannes á tónleika með rappgoðinum Busta Rhymes í Kaupmannahöfn. Tónleikarnir voru haldnir í íþróttahöll sem kallast KB Hallen. Það sem kom mér töluvert á óvart var smæð húsins og útlit að innan. Íþróttagólfið var einstaklega skrítið, ekki nema einn vallarhelmingur en samt voru áhorfendapallar allt í kring. Ekki veit ég hvaða íþróttir eru spilaðir á einungis einum vallarhelming. En hvað með það, þrátt fyrir lítið hús var það fullt. Vegna smæðarinnar var maður ansi nálægt sviðinu og maður sá vel. Hugsanlega hafa verið þarna eitthvað á bilinu 3 - 4 þúsund manns. Fljótlega eftir að við komum inni í salinn þá fylltist loftið af þykkum reyk og lyktin í varð eilítið skrýtin. Menn voru farnir að kveikja sér í jónum. Hvert sem maður leit gat maður komið auga á menn með feitar jónur í hönd. Menn voru greinilega ekkert hræddir við það að kveikja sér í einni og veifa henni um stolltir.
Fyrst á svið var einhver bandarísk R&B kellingahljómsveit. Hún minnti einna helst á Backstreet Boys nema þarna voru bara svartir menn á ferð. Þeir voru með öll danssporin og allt sem boybönd hafa. En þeir hafa örugglega vætt aðeins í kellingunum á staðnum. Þegar þeir höfðu lokið sér af liðu u.þ.b. 3 korter þangað til að Busta og Flipmode Squad (Busta, Spliff Star og Dj Scratch) stigu á svið og allt ætlaði um koll að keyra í KB Hallen. Þegar þarna var komið við sögu var loftið orðið vel mett af hassreyk. Það lá við að maður yrði freðinn þarna á staðnum. Busta kann alveg að skemmta lýðnum og var stemmning nokkuð góð.
En Busta Rhymes var ekki ánægður með alla áhorfendurna. Upp í stúku var eitthvað danskt innflytjendagengi sem var einhverja stæla, stóðu t.d. ekki upp þegar Busta sagði öllum að standa upp. Alltaf annaðslagið gegnum alla tónleikana sendi Busta þeim tóninn og fékk áhorfendur í lið með sér og gaf þeim fingurinn. Ansi sniðugt það. Einnig varð hann mjög undarandi á því þegar hann tók lagið I Know What You Want sem Mariah Carey er með í en dönsku áhorfendurnir kunnu ekki alveg textann við lagið. Hann tók þess vegna smá tíma í það að kenna liðinu textann svo þetta komi ekki fyrir aftur.
En í heildin litið voru þetta mjög góðir tónleikar og Gaui ef þú lest þetta, þá ætla ég bara að segja þér að þú misstir af miklu.

Síðastliðinn föstudag var haldið julefrokost í skólanum og það var nú meira helvítis fyllirýið. Danir á julefrokosti er alveg rosaleg sjón. Þeir eru yfirleitt töluvert fullir en þegar það kemur að julefrokosti og snaffsi þá fer allt á annan endann og menn drekka þar til þeir nánast deyja. Það var mikill bjór þambaður og heilu Snaffsflöskunar voru staupaðar. Þarna var einnig spilaður asnalegasti pakkaleikur/drykkjuleikur sem ég hef farið í. Allir komu með einn pakka með sér og þeir settir á mitt borðin. Síðan var látinn teningur ganga sem fólk kastaði. Ef það fékk 1 þá áttu allir á borðinu að taka einn sopa af áfenginu sínu en ef það fékk sex mátti það taka einn pakka. Þegar enginn pakki var eftir á miðjunni hélt fólk áfram að kasta teningnum en nú mátti fólk stela pökkum af öðrum. Þetta gekk svona í nokkrar mínútur en málið var að sumir gátu endað með nokkra pakka ef það fékk oft sex. Að sama skapi gat fólk einnig endað með engan pakka. Ég lenti í því að fá engan pakka. Fokking drasl leikur. Ég eyddi allavegana 16 dkr. í einhverja gjöf og ég fékk ekkert til baka. Ekki sáttur gaur. Nesi fékk stóran jólasleikjó. Það var lítið annað að gera eftir þessi vonbrigði en að detta í það og skemmta sér reglulega vel. Þetta var alveg mjög fínt kvöld og allir skemmtu sér vel, þó svo að margir hafi drukkið töluvert.

En núna er þetta að verða búið og Nesi getur loks farið að sækja AA fundi. Það eru ekki nema 9 dagar eftir. Sem þýðir eftir 10 daga byrjar áfengisbindindið. Einnig eru 5 dagar í næstu tónleika, en þá eru það The Strokes á sama stað og Busta Rhymes var á.

Peace

fimmtudagur, desember 04, 2003

Alltof stutt eftir! 

Raaaaaaaahhh!!! Það eru bara 16 dagar eftir!!! Það er alltof stuttur tími - djöfull er þetta búið að líða hratt! Eiginlega alltof hratt - það er búið að vera svo gaman hérna að mig langar varla heim. Samt verður nú gaman að koma heim og fá íslensku jólin beint í æð... og vonandi smá snjó.

Við Bjössi eru að fara á Busta Rhymes þann 10. des, wooha! Það verður pottþétt geðveik stemmning, loksins fær maður að sjá "goðið" sitt ; ) Við ætluðum að reyna fá meira fólk með okkur en það eru allir að kvarta undan peningavandamálum! Come on, þetta er Busta mothafuckin' Rhymes! Maður missir bara ekki af slíku! Síðan erum við líka að fara á The Strokes þann 16. - veit ekki alveg hvernig það verður en maður hefur heyrt að þeir eiga að vera frekar nettir á tónleikum. Það er algjör snilld hvað eru haldnir margir tónleikar með topp hljómsveitum hérna í Danmörku - við reyndar misstum af 50 Cent í september (vissum ekki af þeim tónleikum) og síðan Muse (það var uppselt þegar við ætluðum að kaupa miða).

En já, það eru alveg ár og dagar (..ok ca. mánuður) síðan að ég bloggaði síðast hérna - Bjössi er farinn að kvarta undan því að ég er aðallega að blogga á mínu eigin bloggi. Þannig að ég ætla að reyna tala smá um síðustu daga.

Föstudagskvöldið leit fyrst út fyrir að verða chill-kvöld en það átti eftir að breytast. Við byrjðum á því að sötra nokkra bjóra inni hjá nágranna okkar og eftir nokkurn tíma var partýið fært yfir í Hjørnestuen. Þar var fleira fólk í góðu stuði. Þetta leistist síðan út í smá flipp og í stuttu máli endaði peysan mín uppi í tré, skór flugu og örfá hár einnig.

Laugardaginn var síðan veisla fyrir fyrrverandi nemendur sem þýddi að um 150 manns voru á skólanum í góðu stuði. Veislan var fyrst inni í íþróttasalnum þar sem var búið að leggja á borð fyrir 150 manns en eftir matinn var síðan hljómsveit sem kallaði sig "Tro, håb og kærlighed" sem spilaði fyrir dansi inni í matsalnum - fín hljómsveit sem spilaði góð lög en hún mætti alveg skipta um nafn. Hljómsveitin spilaði til kl. 1 og var þá veislan flutt yfir í Hjørnestuen og þá átti okkar gangur að taka til - ekki alveg sniðugasta í heimi að láta slatta af fullu fólki taka til - nokkrir mættu ekki/voru dauðir en við náðum samt að taka til þótt að við t.d. brutum nokkur glös o.s.frv...

Síðan í dag (miðvikudag) fórum við Bjössi til Köben snemma um morguninn vegna þess að "Illustration & Malerie" hópurinn var að fara á Glyptotek safnið sem er einmitt sponsorað af bjórdrykkju, nánar til tekið Carlsberg. Þar skoðuðum við ýmsar grískar og egypskar höggmyndir og ýmis málverk. Þegar það var búið fórum við að rölta um Köben og taka svart/hvítar myndir fyrir ljósmyndanámskeiðið. Þegar það var orðið það dimmt að ekki var næg birta fyrir myndavélina (ca. kl. 15:40) þá fórum við bara að rölta niður Strikið. Við vorum að versla smá og fengum okkur líka pulsu hjá ekta dönskum pylsuvagni á Strikinu, eitthvað sem við áttum alltaf eftir að gera. Ég fór náttúrulega í TP Musik Marked að tékka á ódýru smáskífunum en þar var nú ekki mikið að finna, ég labbaði út með aðeins eina smáskífu: Orbital - Rest ; ég er vanur að labba út með svona 7-10 stykki. En ég labbaði einnig út með "Gamle mænd í nye biler" sem er s.s. I Kina spiser de hunde 2 - einnig keypti ég "Busta Rhymes - It ain't safe no more" svona rétt til að hita upp fyrir tónleikana.
Við vorum að rölta um Strikið til kl. 19 þegar við fórum að Grand Hotel þar sem við hittum foreldra Bjössa, gaman það. Við Bjössi fórum síðan með mömmu hans út að borða á "Jensen's Bøfhus" á meðan pabbi hans fór eitthvað að biznessast. Við Bjössi fengum okkur Bernaise steikur sem smökkuðust mjöööög vel og lukum þessu af með nettum bananasplitt - góð tilbreyting frá venjulega "crappinu" sem við fáum í Grundtvigs. Stórt hrós til mömmu hans Bjössa, takk fyrir mig.

Klukkan er núna orðin alltof margt og ætla ég að segja þetta gott í bili.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?